Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 56. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 501  —  56. mál.




Breytingartillögur


við frv. til l. um Ríkisútvarpið ohf.

Frá meiri hluta menntamálanefndar (SKK, DJ, SÞorg, KÓ, SæS).


     1.      Við 5. gr. Orðin „nema um sé að ræða starfsemi sem flokkast undir útvarp í almannaþágu skv. 3. gr.“ í síðari málslið falli brott.
     2.      Við 11. gr.
                  a.      Við 2. tölul. 1. mgr. bætist tveir málsliðir, svohljóðandi: Samanlagðar tekjur Ríkisútvarpsins ohf. af kostun skulu þó eigi vera hærri en sem nemur hlutfalli tekna af kostun í samanlögðum tekjum Ríkisútvarpsins af auglýsingum og kostun á árinu 2006. Ríkisútvarpinu ohf. er óheimilt að selja auglýsingar til birtingar á veraldarvefnum.
                  b.      3. mgr. orðist svo:
                      Fyrsta virka dag hvers mánaðar skal fjármálaráðuneytið greiða Ríkisútvarpinu ohf. fyrir fram fjárhæð sem svarar til áætlaðs 1/ 12 heildartekna af gjaldi ársins samkvæmt þessari grein.
     3.      Við 13. gr. Í stað orðanna „1. janúar 2007“ í 2. mgr. komi: 1. febrúar 2007.
     4.      Við ákvæði til bráðabirgða I.
                  a.      Orðin „og skal hún greiðast úr ríkissjóði eigi síðar en hálfum mánuði eftir skráningu félagsins hjá hlutafélagaskrá“ í síðari málslið 3. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðanna „1. janúar 2007“ í 4. mgr. komi: 1. febrúar 2007.
     5.      Við ákvæði til bráðabirgða II. Í stað orðanna „1. janúar“ í 1. mgr. komi: 1. febrúar.
     6.      Við ákvæði til bráðabirgða III. Síðari málsliður falli brott.
     7.      Við ákvæði til bráðabirgða IV. Í stað orðanna „gildistöku laga þessara“ komi: brottfall laga um Ríkisútvarpið, sbr. 2. mgr. 13. gr.
     8.      Við ákvæði til bráðabirgða V. Í stað orðsins „Eftir“ í 2. mgr. komi: Frá og með.